Innlent

Jóhanna ræddi við forseta Litháen

Forsætisráðherrahjónin héldu kvöldverðarboð á Þingvöllum til heiðurs forseta Litháen.
Forsætisráðherrahjónin héldu kvöldverðarboð á Þingvöllum til heiðurs forseta Litháen.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, ræddi við forseta Litháen, Daliu Grybuskaité, um aðildarviðræður Íslands að ESB, efnahagsmál og samstarf ríkjanna tveggja yfir kvöldverðarborði á Þingvöllum í kvöld.

Í febrúar síðastliðnum voru liðin 20 ár síðan Alþingi Íslendinga samþykkti einróma stuðning við sjálfstæði Litháen og ályktaði að tekið skyldi upp stjórnmálasamband við ríkið.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×