Innlent

Staðan hjá Kvikmyndaskólanum

Hilmar Oddsson skýrir núverandi stöðu Kvikmyndaskólans.
Hilmar Oddsson skýrir núverandi stöðu Kvikmyndaskólans.
33 milljónir vantar upp á tilboð ríkisins til Kvikmyndaskólans svo að hann geti haldið starfsemi sinni áfram í óbreyttri mynd. Margir nemendur við skólann munu lenda í vandræðum næstu mánaðarmót þar sem þeir fá ekki greidd námslán.

Stjórnendur skólans funduðu með nemendum í dag um stöðu mála. Óvissan er slík að sjálfur, rektorinn er hættur, í bili að minnsta kosti þar til málin leysast.

Hilmar Oddsson, skólastjóri Kvikmyndaskólans, segir stöðuna núna nokkurn veginn svona:

Kvikmyndaskólinn skuldar 130 milljónir, þar af tæpar 40 milljónir í laun og verktakagreiðslur til kennara og þarf að óbreyttu hærri framlög frá ríkinu en hann hefur fengið til að geta haldið áfram rekstri.

Þessi framlög frá ríkinu voru 43 milljónir ári en kvikmyndaskólinn segist þurfa 70 milljónir á ári plús 50 milljón króna eingreiðslu til að greiða inn á þessar 130 milljón króna skuldur.



Ríkið er til í að leggja til 56,4 milljónir á ári plús 30 milljón krónur til að greiða inn á skuldir.

Vandamálið liggur í þessum rúmlega 33 milljónum sem þarna munar en stefnt er að því að gera loka tilraun til sátta á næstu 2-3 vikum.

Á meðan eru um 140 nemendur í mikilli óvissu:  Margir þeirra munu lenda í vandræðum næstu mánaðarmót því Námslán og framfærlsustyrkir verða ekki greiddir á meðan ekki liggur fyrir hvort kennt verði í Kvikmyndaskólanum skólanum í vetur eða ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×