Innlent

Nubo vill þakka fyrir lopapeysu

Með gríðarlegum fjárfestingum þakka kínverski auðjöfurinn fyrir lopapeysu á sinn máta.
Með gríðarlegum fjárfestingum þakka kínverski auðjöfurinn fyrir lopapeysu á sinn máta.
Áform kínverska auðmannsins Nubo, um tugmilljarða fjárfestingu í íslenskri ferðaþjónustu, þarfnast kyrfilegrar skoðunar, að mati Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra. Sjálfur segist Nubo vilja með þessu þakka fyrir íslenska lopapeysu sem honum var gefin fyrir þrjátíu árum og stefnir að því að gera Ísland að miðstöð kínverskra ferðamanna á leið til Norðurlanda.

Huang Nubo heimsótti Norðurland fyrr í vikunni í fylgd eiginkonu, íslenskra vina og fulltrúa kínverska sendiráðsins. Í ferðinni ræddi hann við bæjaryfirvöld á Akureyri, innsiglaði kaupin á stórum hluta Grímsstaða á Fjöllum og undirritaði viljayfirlýsingu við Norðurþing. Fjárfestingar og jarðakaup Kínverjans þurfa samþykki stjórnvalda.

Katrín Júlíusdóttir, ráðherra ferðamála, sagðist fagna því að menn sæju Ísland sem tækifæri til fjárfestinga í ferðaiðnaði.

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, sagði hugmyndir Nubo vekja upp ýmsar spurningar. „Hann er með stór plön, og stór plön þarfnast kyrfilegrar rýningar og skoðunar.“

Nubu sér fyrir sér að nota Ísland sem miðstöð fyrir ferðaþjónustu til annarra Norðurlanda. Hann mun aðallega gera út á ferðamenn frá Kína, en einnig Bandaríkjamenn að töluverðu leyti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×