Innlent

Hagnaður hjá Byr

Byr hagnaðist um ellefu hundruð milljónir króna á síðasta ári. Hagnaður skýrist aðallega af endurmati á eignum. Ekki liggur fyrir hversu mikið ríkið fær endurgreitt af 900 milljóna króna fyrirgreiðslu til Byrs.

Ársreikningurinn er fyrir tímabilið 23. apríl 2010 eða frá því Byr hf. hóf rekstur en hlutafélagið var stofnað á grunni sparisjóðsins sem fór á hausinn síðastliðið vor.

Fjármálaráðuneytið veitti Byr fyrirgreiðslu og er eigandi að 900 milljónum króna af útgefnu hlutafé eða um 11,6 prósenta eignarhlut.

Í ársreikningi Byrs hf sem birtur var í dag kemur fram að hagnaður félagsins hafi numið 1,1 milljarði króna á áðurnefndu átta mánaða tímabili.

Jón Finnbogason, forstjóri Byrs, segir það skýrast aðallega af endurmati á eignum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×