Innlent

Ísland útskrifað frá AGS

Jónas Margeir Ingólfsson og Höskuldur Kári Schram skrifar
Ísland er fyrsta ríkið til að útskrifast úr efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í yfirstandandi alþjóðafjármálakreppu. Forsætisráðherra segir viðsnúning efnahagslífsins kraftaverki líkast.

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti í Washington í dag síðustu endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og samstarfi Íslands við sjóðinn er því lokið. Með afgreiðslu stjórnarinnar í dag verður síðasti hluti lánafyrirgreiðslu sjóðsins greiddur en hann nemur fimmtíu og einum milljarði króna. Þar til viðbótar myndast lántökuréttur frá Norðurlöndunum og Póllandi um allt að eitt hundrað og fimmtíu milljörðum króna.

Í fréttatilkynningu frá ríkisstjórninni segir að meginmarkið efnahagsáætlunarinnar hafi náðst, það er að koma á stöðuleiga í efnhagsmálum, aðlaga ríkisútgjöld og endurreisa fjármálakerfið. Forsætisráðherra, fjármálaráðherra, efnahags- og viðskipta ráðherra og aðstoðarseðlabankastjóri kynntu útskrift Íslands í dag, en þau sögðu öll að þrátt fyrir að þetta marki tímamót séu mörg erfið verkefni framundan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×