Fyrrverandi sambýlismaður Sivjar ákærður fyrir að njósna um hana Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. ágúst 2011 18:42 Þorsteinn Húnbogason, fyrrverandi sambýlismaður Sivjar Friðleifsdóttur, alþingiskonu, hefur verið ákærður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir brot á fjarskiptalögum og friðhelgi einkalífsins. Sambýlismaðurinn fyrrverandi er grunaður um að hafa njósnað um hana með því að koma fyrir ökurita í bíl sem hún hafði til umráða og fylgjast þannig með ferðum hennar. Ákæran var gefin út í júní síðastliðnum en Þorsteinn er ákærður fyrir brot á fjarskiptalögum fyrir að hafa án heimildar komið fyrir svokölluðum ökurita með GPS tæki í bíl sem Siv hafði til umráða án vitneskju hennar og gat hann þannig fylgst með ferðum bílsins, sem er af gerðinni Skoda Octavia, og þar með hennar sjálfrar. Siv hefur haft bílinn til umráða en Þorsteinn eigandi hans og eftir því sem fréttastofa kemst næst lítur hann svo á að honum hafi verið heimilt að koma búnaðinum fyrir. Hvorugt þeirra er hins vegar skráð fyrir bílnum í Ökutækjaskrá. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu mun Siv hafa fundið ökuritann og kært málið til lögreglu í kjölfarið. Grunsemdir munu hafa vaknað þegar sambýlismaðurinn fyrrverandi virtist vita um allar ferðir hennar. Þau Þorsteinn voru ekki gift en höfðu verið í sambúð 26 ár. Hið meinta eftirlit stóð yfir á árinu 2010, en ökuriti er samkvæmt reglugerð sérstakur tækjabúnaður í bílum sem sýnir, skráir og geymir akstursupplýsingar. Ökuritinn er síðan tengdur tölvu þannig að notandinn getur fylgst með ferðum bílsins aftur í tímann, frá því að ökuritanum er komið fyrir. Með GPS tengingu, eins og í umræddu tilviki, er hægt að fylgjast nákvæmlega með ferðum bílsins. Rannsókn málsins stóð yfir hluta síðasta vetrar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Var Þorsteinn meðal annars boðaður í skýrslutöku og samkvæmt upplýsingum fréttastofu sóttur á heimili sitt af þónokkru liði lögreglumanna. Samkvæmt heimildum hefur Þorsteinn haldið því fram að hann hafi ekki notið sanngjarnrar málsmeðferðar hjá lögreglu. Á rannsóknarstigi málsins kærði Þorsteinn úrskurð Héraðsdóms um afhendingu gagna úr ökuritanum til Hæstaréttar, en gögnin voru í tölvu í eigu Þorsteins. Meirihluti Hæstaréttar, þrír dómarar af fimm, staðfesti úrskurð þess efnis 23. mars á þessu ári. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á að úrskurðurinn yrði ekki birtur vegna rannsóknarhagsmuna og hann er því ekki að finna á vef Hæstaréttar. Að lokinni rannsókn var gefin út ákæra á hendur Þorsteini vegna brots á IX. kafla fjarskiptalaga (vernd persónuupplýsinga og friðhelgi einkalífs) og verður ákæran, samkvæmt dagskrá Héraðsdóms, þingfest hinn 9. september næstkomandi, en rafræn vöktun með ökurita án samþykkis og vitundar þess sem sætir eftirliti getur varðað allt að tveggja ára fangelsi, samkvæmt fjarskiptalögum. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur Þorsteinn einnig kært Siv til lögreglu. Rannsókn á hinum meintu brotum hennar var felld niður hjá lögreglu í desember á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Þorsteinn Húnbogason sagðist ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu. Þá varð verjandi hans ekki við ósk fréttastofu um viðtal. Siv Friðleifsdóttir vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa náði tali af henni í dag. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Funda áfram á morgun Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys á Suðurlandsvegi Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Þorsteinn Húnbogason, fyrrverandi sambýlismaður Sivjar Friðleifsdóttur, alþingiskonu, hefur verið ákærður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir brot á fjarskiptalögum og friðhelgi einkalífsins. Sambýlismaðurinn fyrrverandi er grunaður um að hafa njósnað um hana með því að koma fyrir ökurita í bíl sem hún hafði til umráða og fylgjast þannig með ferðum hennar. Ákæran var gefin út í júní síðastliðnum en Þorsteinn er ákærður fyrir brot á fjarskiptalögum fyrir að hafa án heimildar komið fyrir svokölluðum ökurita með GPS tæki í bíl sem Siv hafði til umráða án vitneskju hennar og gat hann þannig fylgst með ferðum bílsins, sem er af gerðinni Skoda Octavia, og þar með hennar sjálfrar. Siv hefur haft bílinn til umráða en Þorsteinn eigandi hans og eftir því sem fréttastofa kemst næst lítur hann svo á að honum hafi verið heimilt að koma búnaðinum fyrir. Hvorugt þeirra er hins vegar skráð fyrir bílnum í Ökutækjaskrá. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu mun Siv hafa fundið ökuritann og kært málið til lögreglu í kjölfarið. Grunsemdir munu hafa vaknað þegar sambýlismaðurinn fyrrverandi virtist vita um allar ferðir hennar. Þau Þorsteinn voru ekki gift en höfðu verið í sambúð 26 ár. Hið meinta eftirlit stóð yfir á árinu 2010, en ökuriti er samkvæmt reglugerð sérstakur tækjabúnaður í bílum sem sýnir, skráir og geymir akstursupplýsingar. Ökuritinn er síðan tengdur tölvu þannig að notandinn getur fylgst með ferðum bílsins aftur í tímann, frá því að ökuritanum er komið fyrir. Með GPS tengingu, eins og í umræddu tilviki, er hægt að fylgjast nákvæmlega með ferðum bílsins. Rannsókn málsins stóð yfir hluta síðasta vetrar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Var Þorsteinn meðal annars boðaður í skýrslutöku og samkvæmt upplýsingum fréttastofu sóttur á heimili sitt af þónokkru liði lögreglumanna. Samkvæmt heimildum hefur Þorsteinn haldið því fram að hann hafi ekki notið sanngjarnrar málsmeðferðar hjá lögreglu. Á rannsóknarstigi málsins kærði Þorsteinn úrskurð Héraðsdóms um afhendingu gagna úr ökuritanum til Hæstaréttar, en gögnin voru í tölvu í eigu Þorsteins. Meirihluti Hæstaréttar, þrír dómarar af fimm, staðfesti úrskurð þess efnis 23. mars á þessu ári. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á að úrskurðurinn yrði ekki birtur vegna rannsóknarhagsmuna og hann er því ekki að finna á vef Hæstaréttar. Að lokinni rannsókn var gefin út ákæra á hendur Þorsteini vegna brots á IX. kafla fjarskiptalaga (vernd persónuupplýsinga og friðhelgi einkalífs) og verður ákæran, samkvæmt dagskrá Héraðsdóms, þingfest hinn 9. september næstkomandi, en rafræn vöktun með ökurita án samþykkis og vitundar þess sem sætir eftirliti getur varðað allt að tveggja ára fangelsi, samkvæmt fjarskiptalögum. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur Þorsteinn einnig kært Siv til lögreglu. Rannsókn á hinum meintu brotum hennar var felld niður hjá lögreglu í desember á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Þorsteinn Húnbogason sagðist ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu. Þá varð verjandi hans ekki við ósk fréttastofu um viðtal. Siv Friðleifsdóttir vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa náði tali af henni í dag. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Funda áfram á morgun Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys á Suðurlandsvegi Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira