Innlent

Velferðarráðuneytið veitir ekki undanþágur

Guðbjartur Hannesson er Velferðarráðherra.
Guðbjartur Hannesson er Velferðarráðherra.
Í tilkynningu Velferðaráðuneytisins frá því er dag kemur fram að ráðuneytið getur ekki veitt undanþágur frá ákvæðum lyfjalaga. Samkvæmt ákvæðum laganna þurfa minnst tveir lyfjafræðingar að vera við störf í apótekum á afgreiðslutímum.

Í fjölmiðlum undanfarið hefur því verið haldið fram að með leyfi Velferðarráðuneytisins sé heimilt að hafa aðeins einn lyfjafræðing á vakt. Hið rétta er að aðeins Lyfjastofnun getur veitt undanþáguna.

Í lok yfirlýsingarinnar segir: „Velferðarráðuneytið telur það alvarlegt ef mönnun í apótekum uppfyllir ekki ákvæði lyfjalaga og mun taka málið upp við Lyfjastofnun."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×