Innlent

Háskólalestin stoppar á morgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sprengigengið hefur verið ómissandi hluti af Háskólalestinni.
Sprengigengið hefur verið ómissandi hluti af Háskólalestinni.
Háskólalestin lýkur yfirferð sinni um landið með pompi og prakt og heimsækir tvö bæjarfélög með vísindi, fjör og fræði á morgun, laugardaginn 27. ágúst. Sandgerði og Seltjarnarnes eru áningarstaðirnir og þar verður boðið upp á góða skemmtun og fræðslu fyrir alla fjölskylduna.

Háskólalestin efnir til vísindaveislu á Sandgerðisdögum og stendur veislan milli kl. 12 og 16. Dagskráin fer fram í Samkomuhúsinu og Fræðasetri Háskóla Íslands í bænum. Á Seltjarnarnesi fer vísindaveislan fram í Nesi milli klukkan 11 og 14 í tengslum við Gróttudaginn svokallaða.

Nánari upplýsingar er að finna á þessari vefslóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×