Innlent

Vilja skattleggja rafbækur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Helgi Hjörvar er formaður efnahags- og skattanefndar Alþingis.
Helgi Hjörvar er formaður efnahags- og skattanefndar Alþingis.
Vilji stendur til þess að skattleggja sölu erlenda aðila á vörum í gegnum vefinn hingað. Þessi hugmynd var rædd á fundi efnahags- og skattanefndar í morgun og einnig var fjallað um í hvaða virðisaukaskattsþrepi slíkar vörur ættu að vera. Um er að ræða vörur eins og rafbækur og annað efni sem keypt er á Netinu.

Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og skattanefndar Alþingis, segir of snemmt að segja til um hvort hægt væri að leggja slíka skatta á með fjárlögum fyrir næsta ár. Hann segir þó að fyrir liggi hugmyndir um útfærslu á því hvernig hægt væri að koma slíkum skatti á.

Á fundi efnahags- og skattanefndar var einnig var rætt um skattalega meðferð á tækjum eins og iPod, lestækjum og öðru, Söluaðilar slíkra tækja hafa kvartað undan misræmi í skattlagningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×