Innlent

Færeysk skúta til Íslands

Myndin er af ótengdri skútu.
Myndin er af ótengdri skútu.
Færeyski kútterinn Westward Ho mun sigla til Íslands árið 2012 og á þriggja ára fresti uppúr því. Um það var undirritaður samningur 19. ágúst síðastliðinn milli Faxaflóahafna hf. og Þórshafnar í Færeyjum.

Kútterinn var smíðaður árið 1884. Hann var notaður með 20 manna áhöfn til veiða í Norður-Atlantshafi allt til 1964. Nú mun hann sigla til Íslands, en áhöfnin verður að hálfu skipuð Íslendingum og hálfu Færeyingum. Einnig verður gætt að jafnri skiptingu karla og kvenna.

Kútterinn sigldi áður til Reykjavíkur og Akraness á hátíð hafsins árið 2010 og vakti lukku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×