Innlent

Nemendur sækja um atvinnuleysisbætur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Óvissa ríkir um framtíð Kvikmyndaskólans.
Óvissa ríkir um framtíð Kvikmyndaskólans.
Nemendur Kvikmyndaskóla Íslands ætla að mæta í Vinnumálastofnun klukkan tíu í fyrramálið og sækja um atvinnuleysisbætur.

Eins og fram hefur komið ríkir óvissa um áframhaldandi starf Kvikmyndaskólans vegna fjármögnunar hans. Skólasetning átti að vera á morgun en hún hefur verið blásin af vegna þessa. Það er því allt á huldu um nám nemendanna.

Nemendur skólans benda á að lágmarks atvinnuleysisbætur fyrir 140 nemendur á ársgrundvelli séu 256 milljónir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×