Innlent

Mikil óvissa hjá Kvikmyndaskólanum

Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar
Hilmar Oddsson er rektor Kvikmyndaskólans. Mynd/ GVA.
Hilmar Oddsson er rektor Kvikmyndaskólans. Mynd/ GVA.
Hilmar Odsson rektor Kvikmyndaskóla Íslands segir það ómögulegt að átta sig á raunverulegri stöðu skólans og ráðamönnum beri ekki samanþ Í síðustu viku var tilkynnt að skólinn væri ekki rekstrarhæfur og fengi ekki aukin ríkisframlög. Forsætisráðherra hafi hins vegar snúið umræðunni á hvolf á föstudag þegar hún sagði að hægt verði að auka fjárframlög til skólans og málin muni skýrast í næstu viku. ,,Við lítum þannig á að forsætisráðherra hafi komið með vonarglætu eða meira en það í þessa umræðu og þó að orð hennar hafi sumpart verið dregin til baka þá hefur hún ekki gert það sjálf þannig við lítum á að enn sé full von um að nemendur geti hafið nám við skólann á næstu dögum"

Hann segir Jóhönnu þar hafa gefið nemendum og starfsmönnum von um að málin verði leyst. ,,Það er ljóst að tíminn er að hlaupa frá okkur, við munum ekki setja skólann á morgun eins og við höfðum talað um, við munum reyna að finna leið til að setja hann í næstu viku en til þess þurfa hlutirnir að gerast mjög hratt og nú reynir til dæmis á forsætisráðherra að koma fram með sterkum og ábyrgum hætti og klára málin." segir Hilmar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×