Innlent

Þórólfur ekki í aðstöðu til að gagnrýna Hagsmunasamtök heimilanna

Andrea Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna.
Andrea Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna.
Þórólfur Matthíasson, deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, gerði athugasemdir við útreikninga Hagsmunasamtaka heimilanna á verðtryggingu lána í Fréttablaðinu í dag. Andrea Ólafsdóttir, formaður hagsmunasamtakanna, segir Þórólf ekki vera í aðstöðu til að gagnrýna tölurnar.

„Samkvæmt samtali mínu við Þórólf í dag er hann ekki að styðjast við tölur sem við höfum lagt fram, og við teljum að hann sé ekki að bera saman lánin sem við höfum verið að bera saman,“ segir Andrea um athugasemdir Þórólfs við útreikninga hagsmunasamtakanna. Hann sé því ekki í aðstöðu til að gagnrýna útreikninga sem hann hafi ekki séð.

Andrea segir að samtökin telji vilja löggjafans með upphaflegu löggjöfinni teikna upp mynd af útreikningum sem séu eins og þeir sem í dag eru notaðir til að reikna óverðtryggð lán, „Þannig að verðbólgan er í raun tekin inn í vextina og staðgreidd. Það eru í rauninni verðtryggð lán eins og við viljum meina að eigi að gera það, því þar er höfuðstóll eða greiðslur verðbætt í þeirri mynd sem löggjafinn ætlar með verðtryggingu.“

„Þegar bráðabirgðarákvæðið var sett á, þá var heimiluð þessi viðbótalánastarfsemi sem felst í því að taka hluta af verðbótum og bæta þeim við höfuðstól og veita þar með nýtt viðbótarlán mánaðarlega.“ segir Andrea og ítrekar nauðsyn þess að horfa á margfeldisáhrifin sem komi inn í myndina með viðbótarlánastarfseminni. Þau geri það að verkum að verðbóta- og vaxtaþáttur sé margfaldur sá sem hann ætti að vera ef lánið væri réttilega verðtryggt.

„Um það snýst ágreiningurinn og það er sú aðferðarfræði í reiknilíkani fjármálastofnana sem skortir lagastoð. Þannig að þetta er vaxtataka sem ekki er heimild fyrir, og það er um það sem slagurinn snýst.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×