Innlent

Lítið gefið upp um efni nýs kjarasamnings

Haraldur Freyr Gíslason skrifar undir samninginn.
Haraldur Freyr Gíslason skrifar undir samninginn.
Lítið hefur verið gefið upp um efni nýs kjarasamnings milli félags leikskólakennara og sambands íslenskra sveitafélaga. Í sameiginlegri tilkynningu frá samningsaðilum segir að samningurinn feli í sér launahækkun til samræmis við laun viðmiðunarstétta, sem gerð verður í skrefum.

Ekki hefur verið ákveðið á hve löngum tíma þessi hækkun á sér stað né hve há hún er í prósentum. Upphafs hækkun sem aðilar að félagi leikskólakennara fá með samningunum verður um sjö prósent að sögn formanns samninganefndar sveitafélaganna. Umfram þá hækkun verður ekki vitað hver kjarabót leikskólakennara er með samningunum fyrr en búið er að fara í greiningarvinnu á launum sambærilegra stétta.

Því er ekki hægt að segja til um hvenær leikskólakennarar muni standa jafnfætis sambærilegum stéttum í launum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×