Innlent

Menningarnótt formlega hafin

Myndir/Egill
Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, setti Menningarnótt formlega nú klukkan eitt fyrir framan tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu.

Hundruð viðburða eru á dagskrá hátíðarinnar, og nóg verður um að vera í miðborg Reykjavíkur. Í kvöld verður Harpa svo formlega vígð og þegar glerhjúpur hennar verður lýstur upp í fyrsta sinn.

Menningarnótt lýkur svo á risaflugeldasýningu við hafnarbakkann, sem að þessu sinni verður í boði Vodafone.

Dagskrá Menningarnætur má nálgast á síðunni www.menningarnott.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×