Innlent

Bjóða Jóhönnu Sigurðardóttur í bíó

Hilmar Oddsson, rektor Kvikmyndaskóla Íslands.
Hilmar Oddsson, rektor Kvikmyndaskóla Íslands.
Nemendur Kvikmyndaskóla Íslands hafa boðið Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, þingmönnum, embættismönnum og öðrum landsmönnum í bíó í dag, en Jóhönnu er boðið sem heiðursgesti á sýninguna sem hefst í Bíó Paradís klukkan fjögur síðdegis.

Sýndar verða nokkrar myndir eftir nemendur Kvikmyndaskólans, en með þessu vilja þeir sýna fram á gæði skólans sem býður að þeirra sögn upp á ódýrasta kvikmyndanám í veröldinni. Skólinn hlaut aðild að alþjóðasamtökum fremstu kvikmyndaskóla heims í vor.

Tilefni þess að Jóhönnu er boðið sem heiðursgesti eru ummæli hennar í hádegisfréttum RÚV í gær þess efnis að skólanum standi til boða aukin fjárframlög, að nemendum verði tryggð námslán og samið verði um lausn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×