Innlent

Jóhanna sækist eftir áframhaldandi formennsku

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir vill vera áfram í forystunni. Mynd/ Vilhelm.
Jóhanna Sigurðardóttir vill vera áfram í forystunni. Mynd/ Vilhelm.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra mun bjóða sig fram aftur til formanns Samfylkingarinnar á landsþingi flokksins sem fram fer í næsta mánuði. Jóhanna tilkynnti þetta í pósti sem hún sendi flokksmönnum í Samfylkingunni í dag.

„Satt best að segja rennur mér blóðið til skyldunnar að leggja áfram mitt lóð á vogarskálarnar og langar að leiða til lykta þau fjölmörgu mikilvægu mál sem við í Samfylkingunni höfum sett á dagskrá stjórnmálanna á undanförnum árum," segir hún í póstinum.

Sem dæmi um mál sem Jóhanna vill leiða til lykta nefnir hn. aðildarumsóknina að ESB, nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi, afgreiðslu tillagna Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá, endurskipulagningu Stjórnarráðsins, nýtt almannatryggingakerfi, nýja skipan húsnæðismála, stofnun auðlindasjóðs og tryggari skipan auðlindamála þjóðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×