Erlent

Obama: Lokaorrusta evrunnar í vændum

Barack Obama, bandaríkjaforseti, hafði í kvöld orð á því að evrusvæðið þyrfti á styrkari leiðtogum að halda og varaði við því að lokaorrusta evrunnar væri í aðsigi. Hann bað Frakka og Þjóðverja að taka ábyrgð, þar sem aðstæðurnar í Grikklandi ógnuðu Ítalíu og fleiri löndum á svæðinu. Þetta kemur fram á vefmiðli Daily mail.

Starfsmenn fjárfestingabankans JP Morgan hafa varað við því að vandi evruríkjanna sé að ná hámarki sínu. Julian Callow, sérfræðingur í málefnum Evrópu hjá Barclays Capital, sagði að september yrði afdrifaríkur mánuður uppá örlög evrusvæðisins.

Samkvæmt frétt Daily mail er Grikkland við það að verða gjaldþrota og þarf á frekara fjármagni að halda. Næsti 7 milljarðar punda hjálparpakki mun hins vegar ekki berast nema landinu takist að sannfæra fjárfesta um gæði landsins.

Obama sagði að þó Grikkland væri mest aðsteðjandi vandinn sem stendur væri það alvarlegra mál ef fjármálamarkaðir héldu áfram áhlaupi sínu á Ítalíu og Spán.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×