Erlent

Kynhormón minna í feðrum

Þeir segja að það að eignast fjölskyldu breyti manni að eilífu. Nú hefur það verið líffræðilega sannað.
Þeir segja að það að eignast fjölskyldu breyti manni að eilífu. Nú hefur það verið líffræðilega sannað. Mynd úr safni
Þegar menn eignast barn minnkar framleiðsla líkama þeirra á kynhormónum um allt að helming. Þetta er niðurstaða nýrrar bandarískrar rannsóknar.

Þegar kynhormónin minnka í líkamanum eykst áhugi karlmanna á föðurhlutverkinu í réttu hlutfalli. „Að ala upp barn er svo mikið verkefni að samvinna er nauðsynleg. Rannsóknir okkar hafa sýnt að karlmaðurinn er náttúrulega forritaður til að taka þátt í því verkefni," segir Christopher Kuzawa, sem stýrði rannsókninni.

Lífsýni var tekið úr 600 karlmönnum við 21 árs aldur. Í ljós kom að hlutfall kynhormónsins í þeim sem ekki eignuðust börn minnkaði um 14% í takt við aldur þeirra. Þeir sem hins vegar eignuðust börn horfðu upp á 34% lækkun að meðaltali. Mest var lækkunin hjá þeim sem mestan þátt tóku í uppeldinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×