Erlent

Ákærðir fyrir þrælahald

Myndin er af lokuðu hliði að svæðinu þar sem þrælunum var haldið.
Myndin er af lokuðu hliði að svæðinu þar sem þrælunum var haldið. Mynd/AFP
Fjórir menn voru ákærðir í Bretlandi í dag fyrir þrælahald og að neyða aðra menn í þrælkunarvinnu. Þetta kemur fram á vefmiðli CBS. Upphaflega var ólétt kona handtekin auk mannanna fjögurra. Henni var sleppt í dag.

Mennirnir voru handteknir í gær í áhlaupi lögreglunnar á svæðið þar sem þrælkunarvinnan átti sér stað, norður af London. Lögrelga fann 24 menn á svæðinu. Þeir voru illa til reika og bjuggu við mjög bágar aðstæður. Embætismenn áætla að sumir þeirra hafi „hreinlega unnið sem þrælar" í allt að 15 ár.


Tengdar fréttir

Þrælar frelsaðir í Englandi

Lögreglan í Englandi bjargaði 24 þrælum úr haldi í morgun. Yfir hundrað lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum sem snéru að þrælahaldi í Bedfordskíri í Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×