Erlent

Herþotur á loft vegna ástaratlota í háloftunum

Mynd/ap
Undarleg hegðun tveggja flugfarþega í Bandaríkjunum í gær olli því að orrustuþotur voru sendar á loft og sérsveit ruddist um borð í flugvélina þegar hún var lent. Atvikið kom upp í gær þegar heimsbyggðin minntist þess að tíu ár voru liðin frá árásunum á tvíburaturnana í New York.

Mikill öryggisviðbúnaður var í Bandaríkjunum í gær og því biðu menn ekki boðanna með að senda orrustuþotur á loft þegar flugfreyjur um borð í vél sem var á leið til Detroit greindu frá því að tveir einstaklingar hefðu verið óvenju lengi læstir inni á klósetti vélarinnar.

Þoturnar fylgdu vélinni til Detroit og þegar hún lenti ruddist sérsveit um borð og færði parið til yfirheyrslu. Þar kom í ljós að um elskendur var að ræða sem gátu ekki hamið sig í háloftunum og brugðu því á það ráð að fá næði til ástaratlota inni á klósetti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×