Innlent

Flugfreyjur vonast til að ná lendingu í kjaraviðræðum

Flugfreyja að störfum.
Flugfreyja að störfum.
Flugfreyjur og þjónar hjá Icelandair munu leggja niður störf 26. og 27 september næstkomandi samþykki Flugfreyjufélag Íslands að fara í allsherjarverkfall.

Búið er að boða til félagsfundar á miðvikudaginn að sögn Sigrúnar Jónsdóttur, formanns Flugfreyjufélags Íslands.

Flugfreyjur og  þjónar munu kjósa um málið í vikunni og niðurstaða ætti að vera orðin ljós á föstudaginn.

Kjaraviðræður hafa staðið yfir í tíu mánuði en Flugfreyjufélagið vísaði deilunni til ríkissáttasemjara í maí síðastliðnum. Eftir samningalotur í sumar telja flugfreyjur að of mikið beri í milli til þess að samningar náist.

Aðeins ein krafa af sjö snýr að launum. Hún er tengd handbókargjaldi og varðar vinnu utan venjulegs vinnutíma. Annars þiggja flugfreyjur og þjónar launahækkun sem var samþykkt af stéttarfélögum  fyrr á árinu.

„Við vonum bara að við náum lendingu í málinu,“ segir Sigrún að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×