Erlent

Einkaleyfi mikill sigur fyrir Apple

iPhone 4S er nýjasti snjallsíminn frá Apple.
iPhone 4S er nýjasti snjallsíminn frá Apple. mynd/AFP
Tölvurisinn Apple hefur fengið einkaleyfi á aflæsingu snjallsíma með bendingum á snertiskjá. Einkaleyfið tekur einnig til aflæsingar á spjaldtölvum.

Apple sótti um leyfið árið 2009 og tekur einkaleyfið til ýmissa aðferða við að aflæsa raftæki.

Nær öll stýrikerfi á snjallsímum notast við slíkt aflæsingarkerfi, þar á meðal Windows Phone Android-stýrikerfi Google.

Einkaleyfið er mikill sigur fyrir Apple en það gerir tölvurisanum kleift að lögsækja Google fyrir notkun á aflæsingarkerfi sínu.

Í ævisögu Steve Jobs, fyrrverandi forstjóra Apple, kemur fram að hann hafi viljað tortíma Google fyrir að hafa notað hugmyndir hans um snjallsímatækni.

Hingað til hefur Apple barist gegn Google með því að lögsækja aðila sem nota Android stýrikerfið, þar á meðal Samsung og Motorola.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×