Viðskipti innlent

Samkeppnishæfni Íslands hverfur með kolefnisgjaldi

Jónas Margeir Ingólfsson skrifar
Forsendur fyrir rekstri járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga bresta ef fyrirhugað kolefnisgjald verður lagt á segir forstjóri Elkem á Íslandi. Hann segir samkeppnishæfni Íslands í iðnaðinum hverfa því hráefni verða skattlögð sem ekki er gert í öðrum löndum.

Á forsíðu fréttablaðsins í dag er greint frá því að forstjóri íslenska kísilfélagsins sé verulega hræddur um að ef fyrirhugað kolefnisgjald verði lagt á fyrirtæki um áramótin muni fjárfestar í kísiliðnaði hætta við byggingu kísilvera. Í fréttum okkar í gær greindum við frá því að kolefnisgjaldið myndi kosta flugfélag Íslands fimmtíu milljónir króna á næsta ári sem hefði bein áhrif á miðaverð. Nú hefur Elkem á Íslandi jafnframt lýst því yfir að ef af skattlagningunni verði séu allar forsendur fyrir rekstri járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga brostnar.

„Ef við horfum á þróunina eins og henni er lýst í athugasemdumvið frumvarpið þá erum við komin í tvöfaldan meðalhagnað síðustu ellefu ára og þannig er bara búið að kippa rekstrargrunninum undan fyrirtækinu algerlega," segir Einar Þorsteinsson, forstjóri Elkem á Íslandi.

Hann segir eigandann því koma til með að þurfa að borga með verksmiðjunni.

„Það segir sig sjálft hvaða afleiðingar það hefur."

Kolefnisgjaldið er hins vegar í takt við þróun útblástursgjalda um alla evrópu. Einar segir hins vegar frumvarpið einnig gera ráð fyrir skattlagningu á kolefni sem hráefni.

„Á Íslandi á að skattleggja þetta hráefni sérstaklega sem ekki er gert hjá samkeppnisaðilum okkar. Þar af leiðandi er samkeppnishæfni okkar til að framleiða kísiljárn ekki til staðar lengur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×