Innlent

Kynjafræði opnaði augu karlrembu - vill kynjafræði í alla skóla

Borgarholtsskóli kennir kynjafræði.
Borgarholtsskóli kennir kynjafræði.
Framhaldsskólaneminn Jón Karl Einarsson viðurkennir að hann hafi verið karlremba áður en hann hóf nám í kynjafræði í Borgarholtsskóla. Í athyglisverðri grein sem birtist eftir hann á Vísi í dag lýsir hann því hvernig námið breytti honum og viðhorfi hans til baráttu kvenna fyrir jafnrétti.

Eða eins og hann orðar það sjálfur: „Þessi áfangi kenndi mér ekki bara sögu kvenréttinda og hversu hörkuleg og ógeðsleg sú barátta gat orðið á tímum heldur kenndi hann mér hvernig konur eru hlutgerðar og neyddar í ýmislegt."

Jón Karl, sem er nítján ára gamall, segir námi ekki hafa breytt sér í „bullandi" femínista, „en þessi áfangi breytti mér mjög mikið til hins betra sem ég þurfti svo sannarlega á að halda," skrifar hann.

Jón Karl segir svo að kynjafræði ætti að vera kennd í hverjum einasta framhaldsskóla landsins. Ástæðan að mati Jóns Karls er einföld: „Til þess að setja karlrembur eins og mig á rétta og betri braut og líka til þess að fræða unga fólkið um stórt málefni sem er í gangi í heiminum í dag. Læra um konur í arabalöndum og líka hvernig konur eru minnimáttar í hinum vestræna heimi."

Hægt er að lesa athyglisverða grein Jóns Karls með því að ýta hlekkinn hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Kynjafræði í framhaldsskólum

Ég er tvítugur námsmaður í Borgarholtsskóla og hef síðastliðna önn setið í áfanga sem kallast Kynjafræði 103 og fjallar um jafnrétti og mismun á milli kynja á hinum ýmsu stöðum í hinum ýmsu samfélögum. Ég viðurkenni það fúslega að áður en ég fór í þennan áfanga var ég ekki beint minnsta karlremban sem þú getur fundið. Ég hafði mjög gaman af karlrembubröndurum og gerði nokkuð oft jafnvel lítið úr konum. En málið er að ég hafði ekki fengið þá fræðslu sem ég fékk í þessum áfanga. Þessi áfangi kenndi mér ekki bara sögu kvenréttinda og hversu hörkuleg og ógeðsleg sú barátta gat orðið á tímum heldur kenndi hann mér hvernig konur eru hlutgerðar og neyddar í ýmislegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×