Erlent

Hákarlar hugsanlega litblindir

Hákarlar eru að öllum líkindum litblindir, samkvæmt ástralskri rannsókn. Vísindamenn sem rannsökuðu sautján mismunandi hákarla komust að því þeir hafa einungis eina frumu í augunum sem skynjar liti. Mennirnir hafa þrjár mismunandi frumur sem greina bláan, grænan eða rauðan lit, sem gerir flestum kleift að greina alla liti.

Nathan Scott Hart sem rannsakaði hákarlana segir að rannsóknin gæti hjálpað til við að hanna sundbúninga sem komi í veg fyrir að hákarlar ráðist á menn. Þá sé einnig hægt að útbúa fiskinet sem kæmu í veg fyrir að hákarlar festist í þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×