Erlent

Unglingar á Gaza: „Við erum hrædd“

Skjáskot af Facebook-síðu hreyfingarinnar
Skjáskot af Facebook-síðu hreyfingarinnar
„Við erum hrædd," segja átta unglingar á Gaza-ströndinni, fimm strákar og þrjár stelpur, sem hafa stofnað hreyfingu gegn hernámi Ísraelsmanna og ógnarstjórn Hamas-samtakanna á svæðinu.

Á síðu hreyfingarinnar á Facebook gagnrýna ungmennin yfirvöld í Ísrael fyrir að halda íbúum á svæði sem er jafnstórt og frímerki. Þau segja að í Hamassamtökunum gangi menn um með hríðskotabyssur og berji og kúgi þá sem ekki séu sammála túlkun þeirra á Kóraninum.

„Við erum þreytt á að lifa ömurlegu lífi, vera haldið í fangelsi af Ísraelsmönnum, lamin af Hamas og hunsuð af heiminum."

Unglingarnir, sem koma ekki fram undir nafni, segja að þögnin í alþjóðasamfélaginu sé ömurleg og segja það verst að enginn segi eða geri neitt til að laga ástandið á svæðinu.

Facebook-síða hreyfingarinnar er hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×