Erlent

Reykingabann tekur gildi á Spáni

Lög sem banna reykingar innanhúss taka gildi á Spáni í dag. Í erlendum miðlum kemur fram að löggöfin er einhver sú strangasta í Evrópu. Frá og með deginum í dag verður svo gott sem alls staðar bannað að reykja innandyra á Spáni. Bannið nær þó ekki til heimila fólks.

Reykingar eru bannaðar á veitingastöðum og knæpum víða um heim. Árið 2004 tók slíkt bann gildi í Noregi og á Írlandi og ári síðar í Svíþjóð. Þar voru þó reykherbergi leyfð með skilyrðum. Slík lög tóku gildi hér á landi í júní fyrir þremur árum.

Eins og víða annars staðar telja spænskir veitingamenn að þeir verði af miklum tekjum vegna reykingabannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×