Guðbjarti dauðbrá við lestur ofbeldisskýrslu 5. febrúar 2011 06:00 Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ávarpaði fjölmennt Jafnréttisþing á Hilton Nordica í gær. fréttablaðið/gva Ekki hefur miðað sem skyldi við útrýmingu launamunar kynjanna og í ofbeldismálum gegn konum ættum við að vera að gera mun betur. Þetta kom fram í máli Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra á fjölmennu Jafnréttisþingi í gær. Ráðherrann kynnti skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála hér á landi. Meðal þess sem fjallað er um í skýrslu ráðherrans er þróun kynbundins launamunar, atvinnuþátttaka og stjórnmálaþátttaka kynjanna og kynjahlutfall í opinberum nefndum. Aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi, heilbrigðismál og menntamál eru líka ræddar. Mikill þungi verður lagður í störf ráðherranefndar um jafnrétti kynjanna að sögn Guðbjarts. Nefndin á að samþætta kynja- og jafnréttismál í stefnumörkun og aðgerðum ríkisstjórnarinnar og fylgja eftir framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum. Í erindi ráðherra í gær kom fram að dregið hefur saman með kynjunum hvað atvinnuleysi varðar. Fyrst urðu karlar atvinnulausir við hrun í byggingariðnaðinum. Síðan hefur hlutfallið jafnast út, atvinnulausum konum hefur fjölgað en körlum fækkað. Í desember síðastliðnum voru 7,3 prósent kvenna atvinnulaus en 8,5 prósent karla. Guðbjartur segir að umræður á Alþingi um verkefni um kynjaða fjárlagagerð hafi verið undarlegar að mörgu leyti. Verkefnið sé mikilvægt. Settir verði upp mælikvarðar á það hvernig ákvarðanir í fjárlagagerð hafi áhrif á kynin. „Manni dauðbrá þegar ég fékk skýrsluna sem er nýkomin út varðandi ofbeldi gegn konum og í nánum samböndum,“ sagði Guðbjartur í gær. Á hann þar við niðurstöður rannsókna sem kynntar voru í janúar, þar sem fram kom að rúm 22 prósent kvenna sögðust hafa verið beitt ofbeldi í nánu sambandi einhvern tímann frá 16 ára aldri. „Þetta eru allt saman tölur sem eiga að vera okkur alvarleg áminning um að við verðum að gera miklu betur.“ Fimm önnur erindi voru flutt á Jafnréttisþingi í gær auk þess sem sex málstofur voru starfræktar og umræður fóru fram um hvert stjórnvöld eigi að stefna. Velferðarráðherra lagði áherslu á að þingið væri mikilvægur vettvangur fyrir fólk til að hafa áhrif á stefnu í jafnréttismálum. thorunn@frettabladid.is Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Afnám samsköttunar hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Fleiri fréttir Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Afnám samsköttunar hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ Sjá meira
Ekki hefur miðað sem skyldi við útrýmingu launamunar kynjanna og í ofbeldismálum gegn konum ættum við að vera að gera mun betur. Þetta kom fram í máli Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra á fjölmennu Jafnréttisþingi í gær. Ráðherrann kynnti skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála hér á landi. Meðal þess sem fjallað er um í skýrslu ráðherrans er þróun kynbundins launamunar, atvinnuþátttaka og stjórnmálaþátttaka kynjanna og kynjahlutfall í opinberum nefndum. Aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi, heilbrigðismál og menntamál eru líka ræddar. Mikill þungi verður lagður í störf ráðherranefndar um jafnrétti kynjanna að sögn Guðbjarts. Nefndin á að samþætta kynja- og jafnréttismál í stefnumörkun og aðgerðum ríkisstjórnarinnar og fylgja eftir framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum. Í erindi ráðherra í gær kom fram að dregið hefur saman með kynjunum hvað atvinnuleysi varðar. Fyrst urðu karlar atvinnulausir við hrun í byggingariðnaðinum. Síðan hefur hlutfallið jafnast út, atvinnulausum konum hefur fjölgað en körlum fækkað. Í desember síðastliðnum voru 7,3 prósent kvenna atvinnulaus en 8,5 prósent karla. Guðbjartur segir að umræður á Alþingi um verkefni um kynjaða fjárlagagerð hafi verið undarlegar að mörgu leyti. Verkefnið sé mikilvægt. Settir verði upp mælikvarðar á það hvernig ákvarðanir í fjárlagagerð hafi áhrif á kynin. „Manni dauðbrá þegar ég fékk skýrsluna sem er nýkomin út varðandi ofbeldi gegn konum og í nánum samböndum,“ sagði Guðbjartur í gær. Á hann þar við niðurstöður rannsókna sem kynntar voru í janúar, þar sem fram kom að rúm 22 prósent kvenna sögðust hafa verið beitt ofbeldi í nánu sambandi einhvern tímann frá 16 ára aldri. „Þetta eru allt saman tölur sem eiga að vera okkur alvarleg áminning um að við verðum að gera miklu betur.“ Fimm önnur erindi voru flutt á Jafnréttisþingi í gær auk þess sem sex málstofur voru starfræktar og umræður fóru fram um hvert stjórnvöld eigi að stefna. Velferðarráðherra lagði áherslu á að þingið væri mikilvægur vettvangur fyrir fólk til að hafa áhrif á stefnu í jafnréttismálum. thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Afnám samsköttunar hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Fleiri fréttir Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Afnám samsköttunar hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ Sjá meira