Innlent

Öll merki sýna að hætta sé yfirstaðin

Þessa mynd tók Ólafur Sigurjónsson í morgun en á henni sést hvernig flóðið sópaði brúnni í burtu.
Þessa mynd tók Ólafur Sigurjónsson í morgun en á henni sést hvernig flóðið sópaði brúnni í burtu. Mynd/Ólafur Sigurjónsson
„Við eigum ekki von á því að þetta hættustig vari mikið lengur," segir Evgenia Ilyinskaya, eldfjallafræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu.

Hún segir að vatnshæðin í Múlakvísl sé búin að minnka heilmikið en þegar mest lét var hún 60 sentimetrum yfir eðlilegum mörkum en er nú 15 sentimetrum yfir því sem áður var. Engin merki eru um að annað flóð sé á leiðinni.

„Atburðurinn, hver sem hann nú var, virðist vera að hjaðna. Öll merki, bæði þau sem við gátum séð með berum augum í eftirlitsflugi í dag og það sem mælitækin segja okkur, benda til þess að þetta er allt að detta niður, bæði vatnshæðin og það sem skjálftanemarnir nema," segir Evgenia.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×