Innlent

Kötlugos hugsanlega hafið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Samhæfingarmiðstöðin í Skógarhlíð hefur verið virkjuð vegna hugsanlegs Kötlugoss.
Samhæfingarmiðstöðin í Skógarhlíð hefur verið virkjuð vegna hugsanlegs Kötlugoss.
Ef þetta er gos að þá er um að ræða lítið Kötlugos, segir Sigurlaug Hjaltadóttir, sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Gosórói hefur mælst í Kötlu á mælum Veðurstofunnar. Sigurlaug segist vera að bíða eftir upplýsingum frá sérfræðingi sem hún sendi með þyrlu Landhelgisgæslunnar fyrr í morgun til þess að kanna aðstæður.

Hlaup hófst í Múlakvísl í nótt. Þjóðvegi eitt við brúna yfir Múlakvísl var umsvifalaust, en vegurinn rofnaði þar,  rétt austan við Höfðabrekku. Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð hefur verið virkjuð.  Sigurlaug segir að hlaupið hafi minnkað heldur eftir því sem liðið hefur á morguninn.

Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að flug Landhelgisgæslunnar yrði farið yfir Mýrdalsjökul, Kötlu, Múlakvísl og Mýrdalssand nú á sjöunda tímanum. Lögreglan hefur verið með öflugan viðbúnað í nótt.

Sigurlaug útilokar samt ekki að hlaupið í Kötlu stafi af því að katlar í Mýrdalsjökli hafi verið að tappa af sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×