Erlent

Læknir Jacksons dreginn fyrir rétt

Conrad Murrey.
Conrad Murrey. Mynd/AP

Læknir poppstjörnunnar Michaels Jackson verður dreginn fyrir rétt en hann er grunaður um að hafa orðið honum að bana. Dómari í Los Angeles ákvað þetta í nótt og er læknirinn, Conrad Murrey, ákærður fyrir manndráp af gáleysi.

Saksóknari segir að Murrey hafi gefið Jackson banvæna blöndu af öflugu verkjalyfi sem blandað var öðrum deyfilyfjum. Hann hafi síðan látið hjá líða að veita Jackson viðunandi læknismeðferð eftir að hann veiktist í kjölfarið. Murrey segist vera saklaus og kveðst alls ekki hafa gefið Jackson nein lyf sem gætu hafa leitt til dauða hans, en poppstjarnan lést í júní 2009.

Murrey hefur nú verið sviptur lækningaleyfi sínu og gæti átt yfir höfði sér allt að fjögurra ára fangelsi verði hann fundinn sekur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×