Erlent

Svínaflensudauðsföll í Danmörku

Óli Tynes skrifar

Tveir karlmenn á fimmtugsaldri hafa látist úr svínaflensu í Árósum í Danmörku. Hvorugur þeirra var talinn í áhættuflokki vegna undirliggjandi sjúkdóma. Yfirmaður danska heilbrigðiseftirlitsins segir að engin ástæða sé til skelfingar. Í langflestum tilfellum sé inflúensa hættulaus. Það eigi einnig við um svínaflensu.

Hinsvegar komi alltaf upp öðru hvoru tilfelli þar sem fólk verður svo veikt að það deyr. Líka fólk sem ekki sé talið í áhættuhópi. Fólki er ráðlagt að hafa samband við lækni ef það er með háan hita í þrjá daga í röð eða finnur fyrir öndunarerfiðleikum. Þá er fólk eindregið beðið um að hnerra ekki út í loftið heldur í olnbogabótina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×