Erlent

Lét lífið stuttu eftir svæfingu

Conrad Murray
Conrad Murray
Conrad Murray, læknir söngvarans Michaels Jackson, sagðist hafa nuddað fætur söngvarans, borið krem á bak hans og gefið honum svefnlyf án árangurs nóttina örlagaríku í júní síðastliðnum, þegar Jackson lést.

Jackson gat ekki sofnað, svo undir morgun gaf Murray honum svæfingarlyfið propofol í æð og fylgdist með honum sofna. Síðan brá læknirinn sér frá stutta stund, en þegar hann sneri aftur var Jackson hættur að anda.

Þetta kom fram við réttarhöld á mánudag, þegar lögreglumaður sem yfirheyrði Murray tveimur dögum eftir lát Jacksons skýrði frá framburði hans fyrir dómstólnum.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×