Erlent

Segja árásina refsingu Guðs

Söfnuðurinn hefur áður vakið uppnám við jarðarfarir.
nordicphotos/AFP
Söfnuðurinn hefur áður vakið uppnám við jarðarfarir. nordicphotos/AFP
Þingmenn á ríkisþinginu í Arizona veltu því fyrir sér í gær að setja neyðarlög sem banna mótmæli við jarðarfarir.

Tilefnið er að söfnuður í óháðri baptistakirkju hafði lýst áhuga á að efna til mótmæla þegar níu ára stúlka, sem fórst ásamt fimm öðrum í skotárás á þingkonuna Gabrielle Giffords í borginni Tucson á laugardag, verður jarðsungin.

Söfnuðurinn er þekktur fyrir að efna til mótmæla við jarðarfarir samkynhneigðra og bandarískra hermanna sem fallið hafa í Afganistan eða Írak. Giffords hefur sýnt málefnum samkynhneigðra skilning.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×