Erlent

Neyðarástand víða í Bandaríkjunum vegna óveðurs

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Illinois, Indiana, Missouri og Oklahoma en þar geysar nú eitt versta vetrarveður í manna minnum.

Búið er að aflýsa nær 10.000 flugferðum sökum veðursins og stærsti flugvöllur heims, O´Hara í Chicago, er lamaður en þar hefur 1.300 flugferðum verið aflýst.

Blindhríð og mikill skafrenningur er víða en búið er að gefa út viðvaranir í tæplega 30 ríkjum landsins vegna veðursins. Samgöngur liggja víða niðri og rafmagnslínur eru að slitna vegna ísingar.

Í frétt á CNN segir að búast megi við að veðrið hafi áhrif á daglegt líf um 100 milljóna Bandaríkjamanna í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×