Innlent

Wikileaks tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels

Julian Assange, stofnandi Wikileaks.
Julian Assange, stofnandi Wikileaks.
Vefsíðan Wikileaks hefur verið tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels. Norskur þingmaður sem stendur að baki tilnefningunni segir Wikileaks stóran þátt í baráttunni fyrir málfrelsi og gegnsæi á þessari öld.

„Með því að birta upplýsingar um spillingu, mannréttindarbrot og stríðsglæpi hefur Wikileaks unnið sér það inn að vera tilnefnt til verðlaunanna," sagði norsku þingmaðurinn Snorri Valen en þingmenn, prófessorar og fyrrverandi sigurvegarar mega allir tilnefna þá sem þeir vilja til verðlaunanna.

Wikileaks hefur vakið reiði valdhafa í Bandaríkjunum og víðar með að birta leynilegar upplýsingar. Þessar sömu upplýsingar hafa átt stóran þátt í þeim lýðræðisbyltingum sem fara nú fram í Mið-austurlöndum.

Talið er að nýir miðlar líkt og Facebook, Twitter og Wikileaks muni eiga stóran hluta tilnefninganna til friðarverðlauna Nóbels þetta árið en þessi tól eru öll notuð af því fólki sem berst fyrir frelsi og lýðræði í einræðisríkjum nú til dags.

Nóbelsverðlaunin eru alltaf umdeild og stutt er síðan Kínverjar urðu æfir þegar Liu Xiaobo hlaut verðlaunin síðast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×