Erlent

Íslensk kona í Queensland: Þetta er hryllilegt

Jóhanna Jónsdóttir sem búsett hefur verið Queensland í Ástralíu undanfarin 30 ár segir að undanfarnir mánuðir hafi verið hreint hryllilegir og nú bætist hvirfilbylurinn Yasi við.

Jóhanna býr í bænum Ipswich skammt frá Brisbane og segir að allar líkur séu á að bærinn sleppi undan hvirfilbylnum. Hinsvegar eigi hún fullt af vinum sem neyðast hafa til að flýja undan Yasi.

Bylurinn sé það öflugur að allir séu í lífshættu þar sem hann fer um. Jóhanna segir að Yasi komi í kjölfarið á verstu flóðum í manna minnum. Á undan flóðunum geysuðu skógareldar á þessum slóðum og nú hvirfilbylur.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×