Umfjöllun: UMFA í umspil eftir sigur á meisturunum - Selfoss fallið Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar 31. mars 2011 20:17 Fréttablaðið/Vilhelm Afturelding hefur bjargað sér frá beinu falli niður í 1. deild með með fræknum sigri á nýringdum deildarmeisturum Akureyrar. UMFA lagði Akureyri fyrir norðan í kvöld, 21-24, en eftir leikinn fékk Akureyri bikarinn í hendurnar. Selfoss er því fallið í 1. deildina en UMFA spilar við liðin í 2-4 sæti 1. deildar um sæti í N1-deildinni á næsta tímabili. Fyrri hálfleikur var ekki vel leikinn. Akureyri hvíldi sterka varnarmenn á borð við Guðlaug Arnarsson og Hörð Fannar Sigþórsson og lágvaxin vörnin spilaði 3-2-1 í upphafi leiks. Markmennirnir, Sveinbjörn Pétursson og Hafþór Einarsson, voru lengi í gang. Liðin skoruðu af vild og Akureyri var skrefinu á undan. Þegar Hafþór loksins datt í gang varði hann mjög vel og kom Aftureldingu yfir. Hann má bölva sóknarleik liðsins sem var afleitur á köflum. Menn hentu boltanum útaf ítrekað, gripu ekki einfaldar sendingar og misstu boltann klaufalega úr höndunum upp úr þurru í hraðaupphlaupum. Staðan var 8-9 í 8 mínútur en Afturelding leiddi svo 11-13 í hálfleik. Halldór Logi var mjög sterkur hjá Akureyri sem leyfði ungum mönnum að spreyta sig en Hafþór bar af í liði Aftureldingar, sem hefði hæglega getað skotist lengra fram úr. Bæði lið héldu áfram að gera mistök í seinni hálfleiknum. Afturelding gerði þó vel í að halda forskoti sínu, það var 2-3 mörk. Hafþór varði áfram vel en sóknir liðanna voru lamaðar. Um miðjan hálfleikinn skorai Akureyri þrjú mörk í röð og jafnaði leikinn í 16-16. Lítið skorað enda báðir markmenn vel vakandi. Lokamínúturnar voru spennandi en Hafþór sá til þess að Akureyri komst ekki yfir. Afturelding landaði frábærum sigri 21-24. Hafþór Einarsson klárlega maður leiksins en Bjarni Fritzson var markahæstur hjá Akureyri.Akureyri - Afturelding 21 - 24 (11-13)Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 8/4 (17/6), Oddur Gretarsson 3/2 (9), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (10), Daníel Einarsson 2 (4), Halldór Logi Árnason 2 (5), Heimir Örn Árnason 2 (4), Bergvin Gíslason 1 (3).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 14 (32) 44%, Stefán Guðnason 0 (2) 0%. Hraðaupphlaup: 4 (Bjarni 2, Bergvin, Halldór, Bjarni 2)Fiskuð víti: 8 Halldór 4, Bjarni 2, Bergvin, Heimir).Utan vallar: 4 mínútur.Mörk Aftureldingar (skot): Þrándur Gíslason 6 (9), Sverrir Hermannsson 6 (9), Bjarni Aron Þórðarson 3/1 (8), Reynir Árnason 3 (4), Ásgeir Jónsson 2 (2), Arnar Theódórsson 2 (3), Jóhann Jóhannsson 2 (6), Daníel Jónsson 0 (2), Hilmar Stefánsson 0 (4). Varin skot: Hafþór Einarsson 26/2 (46) 57%, Smári Guðfinnsson 0 (1) 0%.Hraðaupphlaup: 2 (Þrándur 2)Fiskuð víti: 2 (Daníel, Bjarni).Utan vallar: 6 mínútur.Dómarar: Jón Karl Björnsson og Valgeir Ómarsson. Ágætir, full smámunasamir á kostnað hraða leiksins. Olís-deild karla Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Sjá meira
Afturelding hefur bjargað sér frá beinu falli niður í 1. deild með með fræknum sigri á nýringdum deildarmeisturum Akureyrar. UMFA lagði Akureyri fyrir norðan í kvöld, 21-24, en eftir leikinn fékk Akureyri bikarinn í hendurnar. Selfoss er því fallið í 1. deildina en UMFA spilar við liðin í 2-4 sæti 1. deildar um sæti í N1-deildinni á næsta tímabili. Fyrri hálfleikur var ekki vel leikinn. Akureyri hvíldi sterka varnarmenn á borð við Guðlaug Arnarsson og Hörð Fannar Sigþórsson og lágvaxin vörnin spilaði 3-2-1 í upphafi leiks. Markmennirnir, Sveinbjörn Pétursson og Hafþór Einarsson, voru lengi í gang. Liðin skoruðu af vild og Akureyri var skrefinu á undan. Þegar Hafþór loksins datt í gang varði hann mjög vel og kom Aftureldingu yfir. Hann má bölva sóknarleik liðsins sem var afleitur á köflum. Menn hentu boltanum útaf ítrekað, gripu ekki einfaldar sendingar og misstu boltann klaufalega úr höndunum upp úr þurru í hraðaupphlaupum. Staðan var 8-9 í 8 mínútur en Afturelding leiddi svo 11-13 í hálfleik. Halldór Logi var mjög sterkur hjá Akureyri sem leyfði ungum mönnum að spreyta sig en Hafþór bar af í liði Aftureldingar, sem hefði hæglega getað skotist lengra fram úr. Bæði lið héldu áfram að gera mistök í seinni hálfleiknum. Afturelding gerði þó vel í að halda forskoti sínu, það var 2-3 mörk. Hafþór varði áfram vel en sóknir liðanna voru lamaðar. Um miðjan hálfleikinn skorai Akureyri þrjú mörk í röð og jafnaði leikinn í 16-16. Lítið skorað enda báðir markmenn vel vakandi. Lokamínúturnar voru spennandi en Hafþór sá til þess að Akureyri komst ekki yfir. Afturelding landaði frábærum sigri 21-24. Hafþór Einarsson klárlega maður leiksins en Bjarni Fritzson var markahæstur hjá Akureyri.Akureyri - Afturelding 21 - 24 (11-13)Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 8/4 (17/6), Oddur Gretarsson 3/2 (9), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (10), Daníel Einarsson 2 (4), Halldór Logi Árnason 2 (5), Heimir Örn Árnason 2 (4), Bergvin Gíslason 1 (3).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 14 (32) 44%, Stefán Guðnason 0 (2) 0%. Hraðaupphlaup: 4 (Bjarni 2, Bergvin, Halldór, Bjarni 2)Fiskuð víti: 8 Halldór 4, Bjarni 2, Bergvin, Heimir).Utan vallar: 4 mínútur.Mörk Aftureldingar (skot): Þrándur Gíslason 6 (9), Sverrir Hermannsson 6 (9), Bjarni Aron Þórðarson 3/1 (8), Reynir Árnason 3 (4), Ásgeir Jónsson 2 (2), Arnar Theódórsson 2 (3), Jóhann Jóhannsson 2 (6), Daníel Jónsson 0 (2), Hilmar Stefánsson 0 (4). Varin skot: Hafþór Einarsson 26/2 (46) 57%, Smári Guðfinnsson 0 (1) 0%.Hraðaupphlaup: 2 (Þrándur 2)Fiskuð víti: 2 (Daníel, Bjarni).Utan vallar: 6 mínútur.Dómarar: Jón Karl Björnsson og Valgeir Ómarsson. Ágætir, full smámunasamir á kostnað hraða leiksins.
Olís-deild karla Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Sjá meira