Erlent

Hugsanlegt að Google hafi fundið Atlantis

Fann Google Atlantis?
Fann Google Atlantis?

Vísindamenn eru vongóðir um að heimskort Google heimasíðunnar hafi fundið týndu borgina Atlantis samkvæmt fréttavef The Daily Telegraph.

Það var hinn tæplega fertugi Bernie Bamford sem uppgvötaði sérkennilega byggð neðansjávar þegar hann var að skoða Google-earth. Hann tók eftir línum sem minntu á vegi á gervihnattamyndum. Í það minnsta virðist nokkuð líklegt að um manngerða stíga sé að ræða.

Byggðin er um þúsund kílómetra Norð-Vestur af Afríku, nærri Kanaríeyjum, á botni Atlantshafsins.

Forstöðumaður fornminjadeilar New York háskóla, Dr Charles Orser, þykir málið í það minnsta áhugavert og vert að skoða betur. Hann segir í viðtali við vefinn að staðurinn sé sá líklegasti sem þeir hafi fundið hingað til.

Það var gríski heimspekingurinn Plató sem lýsti borginni en hún hefur verið mikil ráðgáta síðan þá.

Goðsögnin um Atlantis hefur ávallt heillað fólk. Eyjan á að hafa sokkið fyrir um 9000 árum vegna jarðskjálfta og mikilla flóða. Plató lýsti eyjunni þannig að þar hefði verið heillandi og framandi menning og að eyjan væri stærri en Lýbía og Asía samanlagt.

Athugasemd: Þau sérkennileg mistök áttu sér stað að gömul frétt var þýdd af vefsíðu breska blaðsins The Daily Telegraph. Á síðunni var fréttin ein mest lesna fréttin í gærdag og þau mistök gerð að ekki var athugað betur með dagsetningu fréttarinnar, sem er frá 2009. Hægt er að lesa fréttina og sjá betur hér.

Glöggir lesendur hafa einnig bent á að kenningin hafi verið fyrir löngu afsönnuð og má lesa það hér. Vísir er að þakklátur fyrir þessar ábendingar.

Að sjálfsögðu er beðist velvirðingar á þessum mistökum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×