Erlent

Afhöfðaði eiginkonuna þrátt fyrir ótakmarkaða ást

Muzzamil Hassan skar höfuðið af eiginkonu sinni. Mynd/AP
Muzzamil Hassan skar höfuðið af eiginkonu sinni. Mynd/AP
Muzzamil Hassan, stofnandi múslímskrar sjónvarpstöðvar í New York, segist hafa elskað eiginkonu sína heitt, en hann myrti hana og afhöfðaði eftir að hún fór fram á skilnað.

Hassan stofnaði ásamt Aasiya eiginkonu sinni sjónvarpsstöðina Bridges TV fyrir nokkrum árum. Stöðin átti að hjálpa málstað múslíma eftir atburðina 11. september og draga upp jákvæðari mynd af þeim.

Réttað var í máli Hassans á föstudaginn en áður hafði dómari leyft Hassan að verja sig sjálfur. Hassan heldur því fram að Aasiya hafi verið ofbeldisfull og andlega veik og þrátt fyrir það segist Hassan hafa elskað hana og stutt. Þá fullyrðir Hassan að hann hafi myrt Aasiya í sjálfsvörn.

Réttarhöldin hafa vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og þegar þau halda áfram eftir helgi hyggst saksóknari leggja fleiri spurningar fyrir Hassan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×