Erlent

Olíuverð hækkar vegna átakanna í Egyptalandi

Frá höfuðborginni Kaíró í morgun.
Frá höfuðborginni Kaíró í morgun. Mynd/AP

Tala látinna í Egyptalandi er komin á annað hundrað. Olíuverð hefur rokið upp og óttast er að Súez-skurðurinn muni lokast.

Stjórnvöld eru farin að beita meiri hörku í átökunum og voru sautján skotnir þegar þeir reyndu að ráðast á tvær lögreglustöðvar í borginni Beni Suef sunnan Kairó. Unnið er að því að flytja erlenda ríkisborgara í burtu frá landinu og hafa mörg ríki sent flugvélar til að ferja fólk í burtu.

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, sagði í gærkvöld að ekki væri nóg að stokka upp í stjórnkerfinu og skoraði á Hosni Mubarak, forseta Egyptalands, að uppfylla loforð sín um róttækar umbætur í landinu. Undir þetta taka leiðtogar Bretlands, Frakklands og Þýskalands, en þeir hvetja Mubarak til að halda aftur af öryggissveitum sínum og forðast blóðbað.

Átökin eru nú þegar farin að hafa víðtæk áhrif um allan heim. Olíuverð hækkaði um rúm 4% á mörkuðum fyrir helgi vegna ótta um að átökin breiðist út á svæðinu og hafi áhrif á olíuframboð í heiminum. Þá er óttast að Súez-skurðurinn, lífæð flutninga á hrávörum frá miðausturlöndum muni lokast, en vopnaðar sveitir gæta hans nú. Talið er að ef átökin halda áfram að olíuverð geti risið í yfir 100 dollara tunnan en hún er í um 89 dollurum nú.

Mynd/AP
.




Tengdar fréttir

Aukin harka í mótmælunum í Egyptalandi

Að minnsta kosti fjórir eru látnir í mótmælunum í Egyptalandi síðastliðna tvo daga. Stjórnvöld óttast áframhaldandi mótmælahrinu. Átök mótmælanda við lögreglu hafa verið afar ofbeldisfull.

Mubarak komi til móts við kröfur almennings

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur verulegar áhyggjur af ástandinu í Egyptalandi, en tugir eru látnir eftir mótmæli síðustu daga. Cameron ræddi við Hosni Mubarak, forseta Egyptalands, í dag. Hann segist hafa lagt áherslu á egypsk stjórnvöld komi til móts við kröfur almennings um lýðræðisumbætur. Cameron hvatti forsetann jafnframt til hafna ofbeldi og virða rétt Egypta til að tjá skoðanir sínar.

Hörð átök í Kaíró - táragasi beitt

Þúsundir mótmæla í Kairó í Egyptalandi í einhverjum fjölmennustu mótmælum sem fram hafa farið í Mið-Austurlöndum. Hörð átök brutust út í dag þegar mótmælendum og lögreglu lenti saman. Lögreglan hefur meðal annars beitt táragasi á mótmælendur, sem eru andvígir stjórn Hosni Mubaraks, sem hefur stjórnað Egyptalandi í 30 ár.

Hreyfingin skorar á ríkisstjórnina

Hreyfing skorar á Jóhönnu Sigurðardóttur og ríkisstjórnina að krefjast þess að stjórnvöld í Egyptalandi hlusti á kröfur almennings auk þess að fordæma harðlega ritskoðun, glæpsamlegt harðræði og frelsisskreðingu Hosni Mubaraks. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum.

Þúsundir mótmæltu Mubarak

Þúsundir manna söfnuðust saman á götum Kairó, höfuðborgar Egyptalands í dag, og kröfðust afsagnar Hosni Mubaraks, forseta landsins.

Þrír látnir og þúsundir slasaðir eftir mótmæli í Kairó

Að minnsta kosti þrír létust í ofbeldisfullum mótmælum í Kairó í Egyptalandi í gær en lögreglan batt í nótt enda á óeirðirnar. Skipuleggjendur mótmælanna segja óeirðirnar í gær marka upphafið af endinum á valdatíð núverandi stjónrvalda.

Útgöngubann sett á Egyptalandi

Útgöngubann hefur verið sett í egypsku borgunum Kaíró, Alexandríu og Súez en tugir þúsunda mótmælenda hafa verið á götum landsins undanfarna daga til þess að mótmæla stjórn Mubaraks forseta.

Mubarak kynnir nýja ríkisstjórn

Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, skipar nýja ríkisstjórn í dag. Hann hyggst þó sjálfur sitja sem fastast. Þúsundir Egypta taka nú þátt í mótmælum víðsvegar um landið þrátt fyrir útgöngubann. Víða loga eldar og þá hafa skothvellir heyrst í höfuðborginni, Kairó.

Sonur Mubaraks flýr land

Sonur Hosni Mubaraks, forseta Egyptalands, flúði land í gær samkvæmt arabískum fjölmiðlum eftir að óeirðir brutust út í Kairó með þeim afleiðingum að þrír létust og þúsundir slösuðust.

Eldar loga í Kaíró

Þrátt fyrir útgöngubann í stærstu borgum Egyptalands mótmæla þúsundir manna á götum úti. Í höfuðborginni, Kaíró, loga eldar víðar. Kveikt hefur verið í byggingum, bílum og hjólbörðum. Mótmælendur krefjast afsagnar Hosni Mubaraks, forseta landsins, en hann hefur verið einráður í Egyptalandi í yfir 30 ár.

Fyrrverandi ráðherra falið að mynda nýja stjórn

Byltingarástand er í Egyptalandi og tugir hafa látið lífið í átökunum. Ahmed Shafiq, fyrrverandi flugmálaráðherra, hefur verið falið að mynda nýja ríkisstjórn, en forseti landsins rak ríkisstjórnina í gær. Þá hefur ffirmaður leyniþjónustunnar, Omar Suleiman, verið skipaður varaforseti og er það í fyrsta skipti í 30 ár sem Mubarak skipar varaforseta.

Slökkt á netinu til þess að lægja öldur í Egyptalandi

Internetið hefur legið niðri í Egyptalandi í dag auk þess sem samskipti með farsímum hafa gengið treglega. Ástæðan er ótti egypskra yfirvalda um gríðarlega fjölmenn mótmæli út um allt landið í dag.

Herinn hótar ofbeldi

Egypski herinn varar mótmælendur við að vera á ferli í stærstu borgum landsins í dag og þeir sem brjóti útigöngubannið sem sett var á í gær séu í hættu. Undanfarna fimm daga hafa tugþúsundir mótmælt í helstu borgum Egyptalands, en mótmælendur krefjast þess að Hosni Mubarak láti án tafar af völdum sem forseti landsins. Forsetinn rak ríkisstjórn sína í gærkvöldi en hefur sjálfur ekki í hyggju að láta af embætti.

Þjóðarleiðtogar þrýsta á Mubarak

Tala látinna í Egyptalandi er komin á annað hundrað síðan að mótmælin hófust á þriðjudaginn samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Þúsundir eru særðir. Stjórnvöld halda nú, sjötta daginn í röð, áfram að berjast við mótmælendur, 17 voru skotnir af lögreglu þegar þeir reyndu að ráðast á tvær lögreglustöðvar í borginni Beni Suef sunnan Kairó.

Mubarak virði rétt Egypta til að mótmæla

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hvetur stjórnvöld í Egyptalandi til að hafna ofbeldi og virða rétt almennings til að mótmæla og tjá skoðanir sínar, þetta kom fram í sjónvarpsávarpi hans í gærkvöld. Hann lagði áherslu á að Egyptar héldu grundvallar mannréttindum sem Bandaríkin myndu berjast fyrir hvar sem er í heiminum. Með þessu vildi Obama hvetja stjórnvöld til að opna fyrir internet, samskiptasíður og símalínur sem lokað var eftir að átökin brutust út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×