Innlent

Götuvirði efnanna var yfir 120 milljónir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Götuvirði efnanna er gríðarlega hátt, miðað við verðkönnun SÁÁ. Mynd/ GVA.
Götuvirði efnanna er gríðarlega hátt, miðað við verðkönnun SÁÁ. Mynd/ GVA.
Götuverð fíkniefnanna sem Junierey Kenn Pardillo Juarez var dæmdur fyrir að flytja inn til landsins nemur um 122 milljónum króna. Samkvæmt verðsamantekt SÁÁ frá því í apríl síðastliðnum kostar bæði e-tafla og LSD skammtur 3000 krónur. Þetta þýðir að heildarverðmæti alsælunnar sem Juares flutti inn nam 108 milljónum króna en heildarverðmæti LSD-efnisins nam 13,5 milljónum.

Eins og greint var frá í morgun var Junierey Kenn Pardillo Juarez dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning efnanna. Þetta er einn þyngsti dómur sem burðardýr hefur hlotið í fíkniefnamáli. Þó ber að geta þess að hann á töluvert langan brotaferil að baki.


Tengdar fréttir

Rúm sex ár fyrir fíkniefnasmygl

Junierey Kenn Pardillo Juarez hefur verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa flutt inn 36 þúsund alsælutöflur og 4500 skammta af LSD þann 23. mars síðastliðinn. Maðurinn fluttin efnin inn frá Las Palmas á Kanaríeyjum, en tollverðir fundu fíkniefnin í ferðatöskum ákærða við komu hans til Keflavíkurflugvallar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×