Innlent

Vöruverð hefur víðast hækkað frá febrúar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það er dýrara að kaupa inn núna en í febrúar. Mynd/ Vilhelm Gunnarsson
Það er dýrara að kaupa inn núna en í febrúar. Mynd/ Vilhelm Gunnarsson
Vöruverð í verslunum hefur hækkað í flestum verslunarkeðjum um 1-2% frá því í febrúar, nema í Nettó þar sem vörukarfan lækkaði um 5,2% og í Samkaupum-Úrvali um -3,4%. Þetta sýna niðurstöður nýjustu verðkönnunar ASÍ.

Mesta hækkun á vörukörfunni milli mælinga var hjá Samkaupum-Strax, um 2%, Nóatúni um 1,6% og í 11/11 um 1,6%. Kostur neitaði að taka þátt í mælingunni. Frá síðustu mælingu verðlagseftirlitsins má sjá miklar hækkanir á drykkjavörum, kjötvörum, brauði, kornvörum og hreinlætis- og snyrtivörum í nánast öllum verslunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×