Innlent

Olli vélsmiðjunni skaða og álitshnekki

Reikningurinn fyrir Sæfara, eða Grímseyjarferjuna, hækkaði enn vegna dóms héraðsdóms.
Reikningurinn fyrir Sæfara, eða Grímseyjarferjuna, hækkaði enn vegna dóms héraðsdóms.
Vegagerðin hefur verið dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur til þess að greiða Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf. um 40 milljónir króna vegna vanefnda á verksamningi og ógreiddra reikninga vegna viðbótarviðgerða á Sæfara, Grímseyjarferjunni svokölluðu. Einnig var henni gert að greiða þrjár milljónir króna í málskostnað.

„Þetta sannar það sem við höfum alltaf sagt, að Vegagerðin hafi verið að fara verulega illa með okkur,“ segir Eiríkur Ormur Víglundsson, framkvæmdastjóri vélsmiðjunnar.

Eiríkur Ormur segist vona að þetta séu endalokin á illvígum og erfiðum deilum. „Þetta hefur valdið fyrirtækinu miklum skaða vegna álitshnekkis og ills umtals en nú hefur komið í ljós að það var ekki við okkur að sakast.“

Vegagerðin keypti árið 2005 ferjuna Oleain Arann frá Írlandi með það fyrir augum að breyta henni og gera við svo hún stæðist allar kröfur sem gerðar eru til ferja hér á landi. Í framhaldinu var gerður verksamningur við vélsmiðjuna og hljóðaði hann upp á 216 milljónir, um það bil. Fljótlega kom þó í ljós að sú upphæð hrykki skammt, þar sem mun meiri breytinga var þörf en kveðið var á um í útboðslýsingu. Hafði þetta einnig í för með sér fimm mánaða töf á verklokum.

- jse




Fleiri fréttir

Sjá meira


×