Innlent

Ísland fimmta dýrasta landið

Ísland er í fimmta sæti yfir dýrustu vegabréfin.
Ísland er í fimmta sæti yfir dýrustu vegabréfin. Mynd/Teitur
Mikill verðmunur er á vegabréfum milli Evrópulanda. Það kostar mest að fá sér vegabréf í Belgíu, 2.759 íslenskar krónur fyrir hvert ár sem það gildir, en ódýrast í Tékklandi, 396 krónur fyrir hvert ár. Þetta kemur fram á vef Neytendasamtakanna.

Á Íslandi kostar vegabréf 1.540 krónur fyrir hvert ár sem það gildir og er það fimmta dýrasta landið sem könnunin nær til. Evrópska neytendaaðstoðin framkvæmdi könnunina og bárust svör frá 22 löndum. Þau lönd þar sem dýrara er að fá vegabréf en á Íslandi voru Holland, Finnland, Rúmenía og Belgía.

- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×