Innlent

Vilja reglulegt millilandaflug

Auka má umfang ferðaþjónustu á Norðurlandi með reglulegu millilandaflugi.
Auka má umfang ferðaþjónustu á Norðurlandi með reglulegu millilandaflugi. Mynd/KK
Stofnaður hefur verið Flugklasi á vegum Markaðsstofu ferðamála á Norðurlandi. Klasinn er samstarfsverkefni fyrirtækja og stofnana sem koma nálægt ferðaþjónustu á svæðinu og hefur það sem markmið að koma á reglulegu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll.

Í tilkynningu segir að mikil vinna hafi verið lögð í uppbyggingu undanfarin ár, sérstaklega með það fyrir augum að fjölga ferðamönnum að vetri. Með flugi tvisvar í viku megi skapa 120 störf auka veltu fyrirtækja um tvo milljarða króna.

- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×