Innlent

Byggja nýjan snjóvarnargarð

Stór hluti byggðarinnar fellur innan hættusvæðis.
Stór hluti byggðarinnar fellur innan hættusvæðis. Mynd/Vilhelm
Stefnt er að því að ljúka undirbúningsvinnu fyrir snjóvarnargarð á Patreksfirði á næstu mánuðum.

Gert er ráð fyrir því að reistur verði 250 metra langur varnargarður fyrir ofan byggðina milli Vatneyrar og Grjóteyrar.

Mikill hluti byggðar á Patreksfirði telst til hættusvæða vegna snjóflóða. Flest húsin við Klif, þar sem til stendur að reisa garðinn, eru innan hættusvæðis. Gert er ráð fyrir að Skipulagsstofnun afgreiði málið í haust.

- þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×