Innlent

Íslensk glerlíffæri boðin upp í kvöld

Andvirði tveggja hjarta fer til Hjartaverndar.
Andvirði tveggja hjarta fer til Hjartaverndar.
Einn þekktasti hönnuður Íslands, Sigga Heimis, stóð fyrir nýstárlegri sýningu á Menningarnótt sem hún hefur undanfarin fimm ár unnið að með einu þekktasta glerlistasafni heims, Corning glerlistasafninu í New York.

Afrakstur verkefnisins eru glerlíffæri og verða þau boðin upp í kvöld klukkan 20 í Netagerðinni að Mýrargötu. Andvirði tveggja hjarta fer til Hjartaverndar, andvirði tveggja blóðkorna til Krabbameinsfélagsins og andvirði auga til Umsjónarfélags Einhverfra.

Verkefnið hófst sem tilraun með form og efni og þróaðist út í að blása hin ýmsu líffæri mannsins í gler. Að sögn Siggu varð þetta til þess að hún fór að kynna sér ástand líffæragjafar í heiminum, og komst að því að allt of fáir gerast líffæragjafar og afleiðingarnar eru meðal annars svartur markaður með líffæri.

Sigga vill vekja athygli á þessu vandamáli, auk þess að tengja hönnun og áríðandi málefni. Allir eru velkomnir í Netagerðina, heitt verður á könnunni og munu Ragna Árnadóttir og Sindri Sindrason stýra uppboðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×