Innlent

Setumótmæli í menntamálaráðuneytinu

Mynd/Gísli Berg.
Nemendur við Kvikmyndaskóla Íslands mættu í menntamálaráðuneytið í dag og tóku sér þar stöðu í svokölluðum setumótmælum.

Mikil óvissa ríkis um framtíð skólans vegna fjárhagsvandræða hans en nú er stefnt á að skólahald hefjist ekki fyrr en í nóvember. Deilur skólayfirvalda og menntamálaráðuneytisins eru hinsvegar ekki leystar og enn óvíst hvort úr rætist.

Nemendurnir sem mættu í ráðuneytið í dag segjast hinsvegar ekki ætla að fara úr ráðuneytinu fyrr en lausn er fundin í málum skólans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×